Enski boltinn

Everton áfrýjar brottvísun Cahill

NordicPhotos/GettyImages

Everton hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Tim Cahill fékk að líta í 2-0 tapi liðsins fyrir Liverpool um helgina. Cahill fékk rautt fyrir tæklingu á Xabi Alonso þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

Knattspyrnusambandið mun funda í vikunni þar sem ákveðið verður hvort ákvörðun Mike Riley um að vísa miðjumanninum af velli verður látin standa. Cahill fær þriggja leikja bann ef spjaldið stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×