Enski boltinn

Ungt lið Arsenal með kennslustund

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carlos Vela skoraði þrennu fyrir Arsenal í kvöld en Arsene Wenger tefldi fram mjög ungu liði.
Carlos Vela skoraði þrennu fyrir Arsenal í kvöld en Arsene Wenger tefldi fram mjög ungu liði.

Ungt lið Arsenal sýndi hreint frábær tilþrif þegar liðið tók Sheffield United í kennslustund og vann 6-0 sigur. Með þessum sigri komst Arsenal í fjórðu umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Carlos Vela, nítján ára leikmaður frá Mexíkó, átti stórleik og skoraði þrennu. Nicklas Bendtner braut ísinn í leiknum og skoraði annað markið og þá skoraði Jack Wilshere, sextán ára, eitt mark.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×