Innlent

Erfitt að ráða fólk í Vesturbæinn

Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri hjá ÍTR.
Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri hjá ÍTR.

Erfiðlega hefur gengið í haust að ráða starfsfólk á frístundaheimili Reyjavíkurborgar í Vesturbænum. Undanfarin ár hefur gengið einna best að manna frístundaheimili í þeim borgarhluta en aftur á móti hefur reynst erfiðara að ráða starfsfólk í úthverfin. Svo virðist sem að staðan sé að snúast við.

,,Við höfum ekki lent áður í vandræðum með mönnun í Vesturbænum. Yfirleitt höfum við verið fljótust að ganga frá ráðningum þar þannig að þetta kemur mjög á óvart," segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri hjá ÍTR. Í ár hefur gengið betur að ráða starfsfólk á frístundaheimili í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi og öðrum úthverfum borgarinnar sé miðað við byrjun september fyrir ári.

Undanfarin ár hafa frístundaheimili borgarinnar verið mönnuð fólki í hlutastörfum samhliða skólahaldi yfir vetrarmánuðina og fram á vorin. Oftar en ekki hefur verið um háskóla- og framhaldsskóla að ræða.

Í sumar bauðst börnum í fyrsta sinn það sem Soffía kallar heilsársfrístund. ,,Þetta er tilraunaverkefni hjá ÍTR þar sem börnin eru hjá okkur allt árið í kring í öruggri umsjá sömu starfsmanna," segir Soffía. Fyrir vikið hefur hefur verið hægt að ráða fólk í heilsársstörf og starfsmannaveltan virðist vera minni.

Aftur á móti hefur skólafólk verið uppistaðan í starfsliði frístundaheimila í Vesturbænum sem skýrir að einhverju leyti af hverju erfiðlega hefur gengið að manna heimilin, að mati Soffíu.

Soffía vonast til þess að hægt verði að ná meiri samfellu í starfsmannahald frístundaheimila borgarinnar verði ákveðið að bjóða upp á heilsársfrístund.


Tengdar fréttir

Erfið staða á frístundaheimilum

,,Þetta er erfið staða og staða sem við höfum þurft að takast á við á hverju ári. Mjög mikil eftirspurn er eftir þessari þjónustu og það hefur aldrei tekist að eyða þessum biðlistum," segir Kjartan Magnússon, formaður ÍTR, en bendir á að seinustu misseri hafi gengið betur en undanfarin ár að ráða starfsfólk á frístundaheimilin.

Vongóður þrátt fyrir að 200 starfsmenn vanti

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, er vongóður um að það takist að ráða starfsmenn á frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimilin sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast.

1700 á biðlista vegna frístundaheimila

Rúmlega 1700 grunnskólabörn í Reykjavík eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar sem tóku til til starfa í vikunni um leið og skólahald hófst. Þetta kom fram á stjórnarfundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík í dag.

Fleiri börn á biðlista en fyrir ári

Fleiri grunnskólabörn voru á biðlista í byrjun september miðað við á sama tíma og í fyrra til að komast að á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar sem tóku til starfa í seinustu viku þegar skólahald hófst.

Reynt að leysa vanda frístundaheimilanna

Sviðsstjórum Íþrótta- og tómstundasviðs og menntasviðs verður falið að stjórna vinnu um tillögur að lausnum á manneklu- og aðstöðuvanda frístundaheimilanna gangi hugmynd Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra fram að ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×