Enski boltinn

Reid úr leik í vetur hjá Blackburn

NordicPhotos/GettyImages

Írski landsliðsmaðurinn Steven Reid hjá Blackburn getur ekki spilað meira með liði sínu á leiktíðinni. Reid þarf að fara í hnéaðgerð og verður sex til sjö mánuði að ná sér eftir hana.

Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu ár og missti þannig af allri leiktíðinni 2006-07 vegna bak- og hnémeiðsla.

Hann hafði spilað fjóra deildarleiki fyrir Blackburn á leiktíðinni og tvo leiki fyrir Íra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×