Innlent

Eldur í hjólhýsi við hlið íbúðarhúss

Minnstu munaði að illa færi þegar eldur kviknaði í mannlausu hjólhýsi, sem stóð uppi við íbúðarhús skammt austan Stokkseyrar í gærkvöldi.

Hjólhýsið varð alelda á skammri stundu og náði eldurinn að læsa sig í þakskegg íbúðarhússins og breiðast þar út. Húsráðendur kölluðu á slökkviliðið sem rauf þekjuna og slökkti eldinn, en reykur hafði komist inn í íbúðarhúsið og valdið þar skemmdum. Eldsupptök eru ókunn og eru í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×