Innlent

1700 á biðlista vegna frístundaheimila

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.

Rúmlega 1700 grunnskólabörn í Reykjavík eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar sem tóku til til starfa í vikunni um leið og skólahald hófst. Þetta kom fram á stjórnarfundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík í dag.

Alls bárust 2809 umsóknir um vistun fyrir 6 til 9 ára börn á frístundaheimili í ár en 2744 umsóknir bárust í fyrra.

Í seinustu viku var greint frá því að um 200 starfsmenn vantaði svo hægt væri að manna frístundaheimilinn. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, sagðist þá í samtali Vísi vera vongóður á framhaldið. Hann sagði meirihluta þeirra sem vinna í frístundaheimilum vera háskóla- og framhaldsskólanemar sem þessa dagana væru að bíða eftir stundarskrám.


Tengdar fréttir

Vongóður þrátt fyrir að 200 starfsmenn vanti

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, er vongóður um að það takist að ráða starfsmenn á frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimilin sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×