Vörubílstjórar teppa umferð í Ártúnsbrekku 27. mars 2008 14:49 MYND/Egill Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn.Að sögn Páls Pálssonar, forsvarsmanns hagsmunasamtaka vörubílstjóra sem stofnuð voru á dögunum, er mikill hiti í mönnum. Hann segir mótmælin í dag ekki að frumkvæði samtakanna heldur hafi hópur vörubílstjóra ákveðið að taka málin í sínar hendur. Verið sé að mótmæla hækkandi olíuverði og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum.„Olían er orðin dýr og við borgum það sama og fólk setur á bílana sína. Við borgum þungaskatt af bílunum, sem eru um 14 krónur á hvern ekinn kílómetra hjá 44 tonna bíl. Svo borgum við líka þungaskatt af olíunni. Menn eru alveg gáttaðir á því hvernig hægt er að tvískatta okkur," segir Páll og bendir á að það sé hagur almennings að álögur ríkisins á vörubílstjóra verði lækkaðar.Páll bætir við að vörubílstjórar séu einnig mjög ósáttir við það hvernig Vegagerðin sekti menn fyrir að aka lengur en reglugerð heimili. „Við megum keyra í fjóra og hálfan tíma og ef við stoppum ekki á mínútunni erum við sektaðir. Hvergi nokkurs staðar annars staðar er fólk skikkað til að fara í mat á tilteknum tíma," segir Páll og telur mikilvægt að ná eyrum stjórnvalda.Páll segir vörubílsstjórum verulega heitt í hamsi. „Á fundi sem við héldum á dögunum voru menn mjög harðir. Menn ræddu jafnvel um að fara að fordæmi Frakka og losa skít á tröppur Alþingishússins, svo heitt var þeim í hamsi," segir Páll.Vörubílstjórar hittusst í Skútuvogi og öku þaðan upp í Ártúnsbrekku. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn.Að sögn Páls Pálssonar, forsvarsmanns hagsmunasamtaka vörubílstjóra sem stofnuð voru á dögunum, er mikill hiti í mönnum. Hann segir mótmælin í dag ekki að frumkvæði samtakanna heldur hafi hópur vörubílstjóra ákveðið að taka málin í sínar hendur. Verið sé að mótmæla hækkandi olíuverði og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum.„Olían er orðin dýr og við borgum það sama og fólk setur á bílana sína. Við borgum þungaskatt af bílunum, sem eru um 14 krónur á hvern ekinn kílómetra hjá 44 tonna bíl. Svo borgum við líka þungaskatt af olíunni. Menn eru alveg gáttaðir á því hvernig hægt er að tvískatta okkur," segir Páll og bendir á að það sé hagur almennings að álögur ríkisins á vörubílstjóra verði lækkaðar.Páll bætir við að vörubílstjórar séu einnig mjög ósáttir við það hvernig Vegagerðin sekti menn fyrir að aka lengur en reglugerð heimili. „Við megum keyra í fjóra og hálfan tíma og ef við stoppum ekki á mínútunni erum við sektaðir. Hvergi nokkurs staðar annars staðar er fólk skikkað til að fara í mat á tilteknum tíma," segir Páll og telur mikilvægt að ná eyrum stjórnvalda.Páll segir vörubílsstjórum verulega heitt í hamsi. „Á fundi sem við héldum á dögunum voru menn mjög harðir. Menn ræddu jafnvel um að fara að fordæmi Frakka og losa skít á tröppur Alþingishússins, svo heitt var þeim í hamsi," segir Páll.Vörubílstjórar hittusst í Skútuvogi og öku þaðan upp í Ártúnsbrekku.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira