Lífið

Abba saman í fyrsta skipti í 22 ár

Sænski Abba-flokkurinn kom fram opinberlega í fyrsta sinn í 22 ár í Stokkhólmi í gærkvöldi.

Fjórmenningarnir voru viðstödd frumsýningu á kvikmyndinni Mamma Mia sem gerð er eftir samnefndum söngleik byggðum á vinsælum Abba lögumen liðsmenn Abba og lög sveitarinnar njóta gríðarlegra vinsælda í Svíþjóð, sem og um allan heim.

Meryl Streep leikur eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni og sýnir þar og sannar að hana skortir ekkert upp á sönghæfileikana. Meðal annarra leikara í Mamma Mia ná nefna Pierce Brosnan, sjálfan James Bond, breska leikarann Colin Firth og bandarísku leikkonuna Christinu Baranski.

Fjölmargar tilraunir til að fá ABBA til að halda tónleika á ný hafa ekki borið árangur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.