Íslenski boltinn

Nýr bolti í Landsbankadeildinni

Öll lið í Landsbankadeild karla og kvenna fá þessa dagana afhentan vandaðan bolta sérmerktan Landsbankadeildinni.

Boltinn er af gerðinni Uhlsport TC Precision Classic. Landsbankinn gefur öllum liðunum 22 sem taka þátt í Landsbankadeildinni í sumar keppnisbolta til æfinga og keppni.

Leikið hefur verið með sérmerktan knött á öllum leikjum Landsbankadeildarinnar undanfarin tvö ár. Tilgangurinn er að öll lið æfi og leiki með sama knettinum og samræma þannig umgjörð Landsbankadeildarinnar.

Nýi knötturinn var valinn að undangengnu útboði og prófunum sem skipulagt var af KSÍ í samvinnu við félög í Landsbankadeildinni.

Margrét Lára Viðarsdóttir leikmaður Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu og Gunnlaugur Jónsson, leikmaður KR og formaður Samtaka knattspyrnumanna tóku við fyrstu eintökunum af Landsbankadeildarknettinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×