Erlent

Erfingi Tetra Pak auðæfanna gripinn með krakk og heróín

Hans Christian Rausing sænski milljarðamæringurinn og erfingi Tetra Pak auðæfanna var handtekinn á lúxusheimili sínu í London ásamt eiginkonu sinni í vikunni.

Reyndust þau hafa töluvert magn af fíkniefnum í fórum sínum. Var bæði um að ræða krakk og heróín. Að sögn breskra blaða var eiginkonan fyrst handtekin er hún reyndi að smygla fíkniefnum inn á bandaríska sendiráðið í borginni og í framhaldinu fór lögreglan á heimili þeirra og handtók Rausing.

Þau voru svo látin laus gegn tryggingu eftir yfirheyrslur á Charing Cross lögreglustöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×