Tómas hetja Fjölnismanna Ómar Þorgeirsson skrifar 1. september 2008 00:01 Tómas Leifsson fagnar hér sigurmarki sínu á 92. mínútu sem tryggði Fjölnismönnum í úrslitaleik VISA-bikarsins. Leikmaður Fylkis liggur hins vegar eftir í grasinu og vonbrigðin leyna sér ekki. MYND/Daníel Það vantaði ekki dramatíkina í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla í gær. Flest benti til þess að grípa þyrfti til framlengingar þegar Fjölnismaðurinn Tómas Leifsson skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. „Ég er bara ennþá að ná mér. Ég tók ekkert eftir því að það væri svona lítið eftir af leiknum, þannig að það var hrikalega sætt að vinna með þessum hætti," segir hetja Fjölnismanna, Tómas Leifsson. Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað á upphafsmínútunum, en það átti heldur betur eftir að breytast. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson skoraði gott mark eftir þríhyrningsspil við Tómas Leifsson. Fylkismenn jöfnuðu leikinn eftir hálftímaleik. Varnarmenn Fjölnis náðu þá ekki að hreinsa boltann úr vítateig sínum og Kjartan Ágúst Breiðdal mætti á fjærstöngina og skoraði af stuttu færi. Fylkismenn tóku svo forystu stuttu síðar þegar varnarmaðurinn Þórir Hannesson brá sér í sóknina og skallaði einn og óvaldaður sendingu Ians Jeffs í netið. Fylkismenn voru þó ekki lengi í paradís, því þremur mínútum eftir að hafa skorað varð varnarmaðurinn Valur Fannar Gíslason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Varnarmistök Fylkis voru hins vegar ekki úr sögunni því stuttu síðar átti Þórir mjög slaka spyrnu sem barst beint í hlaupalínu Péturs Georgs Markan, sem slapp inn fyrir vörnina og þakkaði fyrir sig með því afgreiða boltann í netið framhjá Fjalari. Staðan var 2-3 í hálfleik í fjörugum leik. Það dró til tíðinda á 67. mínútu þegar Fjölnismenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar stuggað var við Kristjáni Haukssyni í vítateignum. Dómarinn, Valgeir Valgeirsson, kaus að flauta ekki en í næstu sókn náðu Fylkismenn svo að jafna leikinn. Varamaðurinn Heimir Snær Guðmundsson gerði sig sekan um slæma sendingu sem Ian Jeffs komst inn í og átti gott skot sem Þórður réði ekki við. Allt var í járnum á lokamínútunum og leikmenn liðanna virtust vera búnir að sætta sig við að grípa þyrfti til framlengingar þegar Tómas skoraði sigurmarkið. Tómas fékk sendingu frá varamanninum Davíð Þór Rúnarssyni og skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Stuttu síðar var svo flautað til leiksloka og Fjölnir komið í úrslitaleikinn annað árið í röð og í annað skiptið í sögu félagsins. „Það sem stendur upp úr hjá mér er karakterinn sem við sýndum og við þurfum að byggja á því. Við erum bara bikarlið og núna ætlum við alla leið," segir sigurreifur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Sverrir Sverrisson var að stýra Árbæingum í sínum fyrsta leik eftir að hafa verið ráðinn þjálfari á dögunum. Hann dregur ýmislegt jákvætt frá leiknum. „Menn voru að leggja sig fram og það er líka jákvætt að við erum að skora meira en oft áður í sumar." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Það vantaði ekki dramatíkina í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla í gær. Flest benti til þess að grípa þyrfti til framlengingar þegar Fjölnismaðurinn Tómas Leifsson skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. „Ég er bara ennþá að ná mér. Ég tók ekkert eftir því að það væri svona lítið eftir af leiknum, þannig að það var hrikalega sætt að vinna með þessum hætti," segir hetja Fjölnismanna, Tómas Leifsson. Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað á upphafsmínútunum, en það átti heldur betur eftir að breytast. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson skoraði gott mark eftir þríhyrningsspil við Tómas Leifsson. Fylkismenn jöfnuðu leikinn eftir hálftímaleik. Varnarmenn Fjölnis náðu þá ekki að hreinsa boltann úr vítateig sínum og Kjartan Ágúst Breiðdal mætti á fjærstöngina og skoraði af stuttu færi. Fylkismenn tóku svo forystu stuttu síðar þegar varnarmaðurinn Þórir Hannesson brá sér í sóknina og skallaði einn og óvaldaður sendingu Ians Jeffs í netið. Fylkismenn voru þó ekki lengi í paradís, því þremur mínútum eftir að hafa skorað varð varnarmaðurinn Valur Fannar Gíslason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Varnarmistök Fylkis voru hins vegar ekki úr sögunni því stuttu síðar átti Þórir mjög slaka spyrnu sem barst beint í hlaupalínu Péturs Georgs Markan, sem slapp inn fyrir vörnina og þakkaði fyrir sig með því afgreiða boltann í netið framhjá Fjalari. Staðan var 2-3 í hálfleik í fjörugum leik. Það dró til tíðinda á 67. mínútu þegar Fjölnismenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar stuggað var við Kristjáni Haukssyni í vítateignum. Dómarinn, Valgeir Valgeirsson, kaus að flauta ekki en í næstu sókn náðu Fylkismenn svo að jafna leikinn. Varamaðurinn Heimir Snær Guðmundsson gerði sig sekan um slæma sendingu sem Ian Jeffs komst inn í og átti gott skot sem Þórður réði ekki við. Allt var í járnum á lokamínútunum og leikmenn liðanna virtust vera búnir að sætta sig við að grípa þyrfti til framlengingar þegar Tómas skoraði sigurmarkið. Tómas fékk sendingu frá varamanninum Davíð Þór Rúnarssyni og skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Stuttu síðar var svo flautað til leiksloka og Fjölnir komið í úrslitaleikinn annað árið í röð og í annað skiptið í sögu félagsins. „Það sem stendur upp úr hjá mér er karakterinn sem við sýndum og við þurfum að byggja á því. Við erum bara bikarlið og núna ætlum við alla leið," segir sigurreifur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Sverrir Sverrisson var að stýra Árbæingum í sínum fyrsta leik eftir að hafa verið ráðinn þjálfari á dögunum. Hann dregur ýmislegt jákvætt frá leiknum. „Menn voru að leggja sig fram og það er líka jákvætt að við erum að skora meira en oft áður í sumar."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira