Innlent

Flugfarþegum fjölgar á milli Færeyja og Íslands

Frá Færeyjum
Frá Færeyjum

Flugfarþegum á milli Færeyja og Íslands á vegum Flugfélags Íslands og færeyska flugfélagsins Atlantic Airways fjölgaði um 27% í september miðað við sama mánuð í fyrra.

Mest aukningin farþega er á meðal Færeyinga sem fara í verslunar- og skemmtiferðir til Íslands. Þá hefur jafnframt aukist að Íslendingar heimsæki Færeyjar, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Flugfélagi Íslands.

Einnig hefur sala í fríhafnarverslun Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli aukist um 44%.

Í október mánuði var aukning flugfarþega 91% og sala fríhafnar jókst 97%. Flugfélagið segir að það stefni í að aukning í nóvember verði einnig mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×