Innlent

Krefjast afsagnar stjórna SÍ og FME

Stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, krefst þess að stjórn Seðlabankans og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins segi tafarlaust af sér og axli þannig þá ábyrgð, sem þeim ber.

Í ályktun stjórnar Heimdallar, sem birt er á heimasíðu félagsins, er því ennig beint til stjórnvalda að mannabreytingar innan ríkisstjórnarinnar hjá báðum stjórnarflokkunum séu nauðsynlegar til að endurvekja trúverðugleika og traust, sem glatast hefur. Heimdellingar tilgreina hins vegar ekki hvaða menn þeir vilja að víki úr ríkisstjórninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×