Innlent

Færeysk fiskiskip grunuð um ólöglegar veiðar

Tvö færeysk fiskiskip eru grunuð um ólöglegar veiðar í íslenskri lögsögu nýverið og eru yfirvöld í Færeyjum að rannsaka málið.

Talið er að skipstjórarnir hafi reynt að hylja slóð sína með þvi að slökkva á fjareftirlitsbúnaði, sem sýnir hvar skipin eru stödd. Annar skipstjórinn viðurkennir að hafa hent siglingatölvunni í sjóinn þegar skipið var á leið til hafnar fyrir tólf dögum. Fyrir rétt rúmu ári kom íslenskt varðskip að því sama skipi innan íslensku lögsögunnar, en það og annað færeyskt skip sigldu þá á fullri ferð út úr lögsögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×