Enski boltinn

Taylor orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maik Taylor, markvörður Birmingham.
Maik Taylor, markvörður Birmingham. Nordic Photos / Getty Images
Maik Taylor, norður-írski markvörður Birmingham City, hefur verið orðaður við Liverpool en samningur hans við Birmingham rennur út í sumar.

Taylor er 36 ára gamall og hefur fullan hug á að halda áfram. Jose Reina verður vitaskuld áfram aðalmarkvörður Liverpool en þar sem Charles Itandje hefur ekki náð að standa undir væntingum er Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagður hafa áhuga að fá Taylor.

Scott Carson er einnig á mála hjá Liverpool en það er búist við því að hann fari frá félaginu í sumar.

Sjálfur sagði Taylor að hann hefði ekkert heyrt frá Liverpool. „En samningurinn minn rennur út í sumar og ég vil fá framtíðina á hreint. En við eigum mikilvægan leik framundan á sunnudag og vil ég einbeita mér fyrst og fremst að honum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×