Enski boltinn

Wenger orðaður við Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið News of the World heldur því fram í dag að Real Madrid ætli sér að reyna að fá Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, til að taka við liðinu.

Nú fyrir skömmu var Bernd Schuster rekinn frá Real og var Juande Ramos, fyrrum stjóri Tottenham, ráðinn til loka tímabilsins.

Blaðið segir að Ramos muni aðeins fá samning sinn framlengdan ef liðið vinnur annað hvort í spænsku deildinni eða Meistaradeildinni í vor. Að öðrum kosti munu forráðamenn félagsins reyna að fá Wenger.

Wenger skrifaði undir nýjan samning við Arsenal í fyrra sem gildir til loka tímabilsins 2011. Wenger hefur ávallt staðið við sína samninga en gengi Arsenal verður undir væntingum í vetur gæti verið að Arsenal sjái sér fært að sleppa Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×