Fótbolti

United heimsmeistari félagsliða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney fagna marki þess síðarnefnda í dag.
Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney fagna marki þess síðarnefnda í dag. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney tryggði Manchester United heimsmeistaratitil félagsliða með því að skora sigurmark úrslitaleiksins í keppninni gegn Liga de Quito í Japan í morgun.

Nemanja Vidic fékk að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks eftir að hann gaf Claudio Bieler, leikmanni Quito, olnbogaskot.

Í fyrri hálfleik sýndi Jose Cevallos, markvörður Quito, oft glæsileg tilþrif er hann varði til að mynda frá Rooney, Carlos Tevez og Park Ji Sung.

United hafði þó nokkra yfirburði í fyrri hálfleik en markið kom þó ekki fyrr en á 73. mínútu. Rooney skoraði með fínu skoti eftir laglegan samleik við Cristiano Ronaldo.

United er þar með fyrsta enska félagið sem verður heimsmeistari félagsliða síðan að keppnin tók á sig núverandi mynd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×