Enski boltinn

Benitez missir af leiknum í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez verður fjarri góðu gamni í dag.
Rafa Benitez verður fjarri góðu gamni í dag. Nordic Photos / Getty Images
Rafa Benitez verður ekki á hliðarlínunni er hans menn í Liverpool mæta Arsenal í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Benitez greindist með nýrnasteina í vikunni og þurfti að gangast undir aðgerð til að fjarlægja þá. Af þeim sökum verður hann ekki á Emirates-vellinum í dag, eftir því sem heimildir enskra fjölmiðla herma.

Sammy Lee, aðstoðarmaður Benitez, hefur stýrt undirbúningnum fyrir leikinn og verður við stjórnvölinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×