Enski boltinn

Fabregas frá í nokkrar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard reynir að ná boltanum af Cesc Fabregas í dag.
Steven Gerrard reynir að ná boltanum af Cesc Fabregas í dag. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger sagðist vera hræddur um að Cesc Fabregas yrði frá í allt að þrjár vikur en hann meiddist í leik Arsenal og Liverpool í dag.

Fabregas haltraði af velli í hálfleik eftir tæklingu við Xabi Alonso, leikmann Liverpool.

„Ég veit að hann er skaddaði liðbönd í hné en ég veit ekki hversu lengi hann verður frá. Það gæti verið ein vika eða þrjár vikur,“ sagði Wenger, stjóri Arsenal.

„Þetta er auðvitað áfall enda vill maður ekki missa leikmann eins og Fabregas. En við verðum bara að takast á við þetta eins og hvað annað.“

Arsenal mætir næst Aston Villa á öðrum degi jóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×