Innlent

Mjög slæmt ef IMF myndi ekki veita okkur lán

MYND/Vilhelm

Það hefði mjög slæmar afleiðingar fyrir okkur ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hætti við að veita okkur lán, segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Enn er alls óvíst hvort eða hvenær lánið gengur í gegn.

Neikvæðari fráviksspá í Peningamálum Seðlabankans er miðuð við að töf verði á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í fráviksspánni verri er meðal annars gert ráð fyrir að evran gæti farið vel yfir 180 krónur og haldist á bilinu um 170 og upp undir 180 fram yfir mitt ár 2011. Þá fari verðbólga upp undir 30 prósent í byrjun næsta árs en lækki svo skarpt.

Enn fremur að hagvöxtur verði neikvæður um og yfir 12 prósent um mitt næsta ár og atvinnuleysi verði meira en 10 prósent í lok árs 2009. Og undir þetta tekur Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hann segist gefa sér að það séu mjög góðar líkur á því að við fáum jákvæða afgreiðslu hjá sjóðnum. Honum heyrist að öll samskipti hafi verið á þeim nótunum. Hann hafi því góða trú á að þetta getið gengið. Aðspurður segir hann hins vegar að það yrði mjög slæm niðurstaða ef lánið fengist ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×