Innlent

Póstverslun með lyf heimiluð

MYND/Anton Brink

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem heimilar póstverslun með lyf en hún er framhald af viðamikilum breytingum á lyfjalögum sem tók gildi 1. október síðastliðinn.

Með þeim var póstverslun með lyf leyfð með því skilyrði að viðskiptin séu í tengslum apótek. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að í reglugerðinni sé gert ráð fyrir að póstverslun sé bundin lyfsöluleyfum og að þessi starfsemi falli að þeirri umgjörð sem búin er lyfjaverslun í landinu og á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þá eru í reglugerðinni settar fram kröfur um pökkun, merkingar, flutning, afhendingu og rekjanleika lyfjanna. Lagt er blátt bann við því að senda ávana- og fíknilyf með pósti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×