Innlent

Yfir 75 þúsund undirskriftir

Undirskriftir á vefsíðunni indefence.is eru komnar yfir 75 þúsund en síðan opnaði fyrir tveimur vikum. Á vefsíðunni er að finna þjóðarávarp til Breta.

Í ávarpinu er notkun breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka í Bretlandi er mótmælt, og sjónarmið Íslendinga útskýrt.

Markmiðið aðstandenda þess er að afhenda breskum stjórnvöldum yfirlýsinguna og undirskriftirnar í viðurvist fjölmiðla.

Hægt er að nálgast undirskriftarlistann hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×