Afhentu Gunnari undirskriftalista - Félagsfundur á fimmtudaginn 10. nóvember 2008 12:51 Frá mótmælastöðu við höfuðstöðvar VR í hádeginu í dag. MYND/Vilhelm Kristófer Jónsson, félagi í VR, segir mótmælastöðu við höfuðstöðvar VR í hádeginu í dag hafa heppnast vel og fleiri félagsmenn hafi mætt en fyrir helgi. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, liggur undir þungu ámæli fyrir að hafa setið í stjórn Kaupþings - sem fulltrúi Lífeyrissjóðs VR - og tekið þátt í því í septemberlok að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu keypti hluti í bankanum og tekið til þess lán. Þá hefur komið í ljós að Gunnar Páll fékk 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Gunnari Páli var afhentur undirskriftalisti þar sem óskað er eftir félagsfundi. ,,Við þökkuðum Gunnari fyrir formennskuna þar sem hann væri að fara frá. Við sögðum honum að hans tími væri kominn." Aðspurður hvort Gunnar hafi svarað því sagði Kristófer: ,,Gunnar sagði auðvitað ekki neitt en viðurkenndi að hafa gert mistök með því að þiggja þessi laun í stjórn Kaupþings." Mótmælastöðu verður fram haldið við höfuðstöðvar VR í Húsi verslunarinnar í hádeginu á næstu dögum. ,,Við ætlum að halda áfram að mótmæla en þeim verður ekki hætt fyrir en Gunnar og stjórnin eru farin frá." VR hefur boðað til almenns félagsfundar á Grand hóteli á fimmtudaginn klukkan 19:30. Á fundinum mun Gunnar Páll gera grein fyrir störfum sínum í stjórn Kaupþings og í kjölfarið verður opnað fyrir umræður. Tengdar fréttir Gunnar Páll: Ekkert athugavert Gunnar Páll Pálsson formaður VR nýtur trausts meðal trúnaðarmanna félagsins til að sitja áfram sem formaður félagsins. Hann sér ekkert athugavert við að hann sem verkalýðsforingi - með laun sem slaga upp í laun forseta Íslands - berjist gegn ofurlaunum í samfélaginu. 7. nóvember 2008 18:35 Margir félagsmenn VR ósáttir með formanninn Félagsmenn í VR eru margir ósáttir við að Gunnar Páll Pálsson, formaður félagsins, hafi tekið þátt í að fella niður ábyrgð starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfa sem þeir áttu í banakanum. Maður sem greitt hefur í félagið í tvo áratugi mætti á skrifstofu VR í dag til að krefjast þess að Gunnar Páll segi af sér. 6. nóvember 2008 18:30 Gunnar Páll með sex milljónir á ári fyrir stjórnarsetu Gunnar Páll Pálsson formaður VR þáði 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Það er litlu minna en þingmenn þjóðarinnar fá í þingfararkaup. Siðfræðistofnun varaði við því fyrir fjórum árum að formaðurinn sæti í stjórn hlutafélags, eins og Kaupþings - það gæti stefnt trúverðugleika hans í hættu. 7. nóvember 2008 12:08 Segir stöðu formanns VR afar erfiða Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið. 7. nóvember 2008 20:30 Stjórn VR lýsir yfir stuðningi við formanninn Stefanía Magnúsdóttir varaformaður stjórnar VR segir að boðað hafi verið til stjórnarfundar í tilefni stöðu Gunnars Páls Pálssonar formanns félagsins nú í kvöld. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið sat Gunnar í stjórn Kaupþings sem tók þá umdeildu ákvörðun að afskrifa skuldir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Stefanía segir stjórnina hafa lýst yfir stuðningi við formanninn á fundinum. 5. nóvember 2008 21:46 Boða til mótmæla við höfuðstöðvar VR Hópur félaga í VR hefur boðað til mótmælafundar við höfuðstöðvar félagsins í Húsi verslunarinnar. Hópurinn er óánægður með ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sat í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna og samþykkti hann gjörninginn sem hefur valdið ólgu víða. Stjórn félagsins hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við Gunnar Pál. 7. nóvember 2008 10:43 Mótmæli gegn VR halda áfram Mótmælastöðu verður fram haldið við höfuðstöðvar VR í Húsi verslunarinnar í hádeginu í dag. Kristófer Jónsson, félagi í VR segist vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Til stendur að afhenda undirskriftalista þar sem óskað er eftir félagsfundi í VR en mótmælendurnir eru óánægðir með framgöngu formanns VR og stjórnarinnar í heild sinni. 10. nóvember 2008 10:23 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Kristófer Jónsson, félagi í VR, segir mótmælastöðu við höfuðstöðvar VR í hádeginu í dag hafa heppnast vel og fleiri félagsmenn hafi mætt en fyrir helgi. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, liggur undir þungu ámæli fyrir að hafa setið í stjórn Kaupþings - sem fulltrúi Lífeyrissjóðs VR - og tekið þátt í því í septemberlok að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu keypti hluti í bankanum og tekið til þess lán. Þá hefur komið í ljós að Gunnar Páll fékk 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Gunnari Páli var afhentur undirskriftalisti þar sem óskað er eftir félagsfundi. ,,Við þökkuðum Gunnari fyrir formennskuna þar sem hann væri að fara frá. Við sögðum honum að hans tími væri kominn." Aðspurður hvort Gunnar hafi svarað því sagði Kristófer: ,,Gunnar sagði auðvitað ekki neitt en viðurkenndi að hafa gert mistök með því að þiggja þessi laun í stjórn Kaupþings." Mótmælastöðu verður fram haldið við höfuðstöðvar VR í Húsi verslunarinnar í hádeginu á næstu dögum. ,,Við ætlum að halda áfram að mótmæla en þeim verður ekki hætt fyrir en Gunnar og stjórnin eru farin frá." VR hefur boðað til almenns félagsfundar á Grand hóteli á fimmtudaginn klukkan 19:30. Á fundinum mun Gunnar Páll gera grein fyrir störfum sínum í stjórn Kaupþings og í kjölfarið verður opnað fyrir umræður.
Tengdar fréttir Gunnar Páll: Ekkert athugavert Gunnar Páll Pálsson formaður VR nýtur trausts meðal trúnaðarmanna félagsins til að sitja áfram sem formaður félagsins. Hann sér ekkert athugavert við að hann sem verkalýðsforingi - með laun sem slaga upp í laun forseta Íslands - berjist gegn ofurlaunum í samfélaginu. 7. nóvember 2008 18:35 Margir félagsmenn VR ósáttir með formanninn Félagsmenn í VR eru margir ósáttir við að Gunnar Páll Pálsson, formaður félagsins, hafi tekið þátt í að fella niður ábyrgð starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfa sem þeir áttu í banakanum. Maður sem greitt hefur í félagið í tvo áratugi mætti á skrifstofu VR í dag til að krefjast þess að Gunnar Páll segi af sér. 6. nóvember 2008 18:30 Gunnar Páll með sex milljónir á ári fyrir stjórnarsetu Gunnar Páll Pálsson formaður VR þáði 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Það er litlu minna en þingmenn þjóðarinnar fá í þingfararkaup. Siðfræðistofnun varaði við því fyrir fjórum árum að formaðurinn sæti í stjórn hlutafélags, eins og Kaupþings - það gæti stefnt trúverðugleika hans í hættu. 7. nóvember 2008 12:08 Segir stöðu formanns VR afar erfiða Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið. 7. nóvember 2008 20:30 Stjórn VR lýsir yfir stuðningi við formanninn Stefanía Magnúsdóttir varaformaður stjórnar VR segir að boðað hafi verið til stjórnarfundar í tilefni stöðu Gunnars Páls Pálssonar formanns félagsins nú í kvöld. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið sat Gunnar í stjórn Kaupþings sem tók þá umdeildu ákvörðun að afskrifa skuldir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Stefanía segir stjórnina hafa lýst yfir stuðningi við formanninn á fundinum. 5. nóvember 2008 21:46 Boða til mótmæla við höfuðstöðvar VR Hópur félaga í VR hefur boðað til mótmælafundar við höfuðstöðvar félagsins í Húsi verslunarinnar. Hópurinn er óánægður með ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sat í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna og samþykkti hann gjörninginn sem hefur valdið ólgu víða. Stjórn félagsins hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við Gunnar Pál. 7. nóvember 2008 10:43 Mótmæli gegn VR halda áfram Mótmælastöðu verður fram haldið við höfuðstöðvar VR í Húsi verslunarinnar í hádeginu í dag. Kristófer Jónsson, félagi í VR segist vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Til stendur að afhenda undirskriftalista þar sem óskað er eftir félagsfundi í VR en mótmælendurnir eru óánægðir með framgöngu formanns VR og stjórnarinnar í heild sinni. 10. nóvember 2008 10:23 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Gunnar Páll: Ekkert athugavert Gunnar Páll Pálsson formaður VR nýtur trausts meðal trúnaðarmanna félagsins til að sitja áfram sem formaður félagsins. Hann sér ekkert athugavert við að hann sem verkalýðsforingi - með laun sem slaga upp í laun forseta Íslands - berjist gegn ofurlaunum í samfélaginu. 7. nóvember 2008 18:35
Margir félagsmenn VR ósáttir með formanninn Félagsmenn í VR eru margir ósáttir við að Gunnar Páll Pálsson, formaður félagsins, hafi tekið þátt í að fella niður ábyrgð starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfa sem þeir áttu í banakanum. Maður sem greitt hefur í félagið í tvo áratugi mætti á skrifstofu VR í dag til að krefjast þess að Gunnar Páll segi af sér. 6. nóvember 2008 18:30
Gunnar Páll með sex milljónir á ári fyrir stjórnarsetu Gunnar Páll Pálsson formaður VR þáði 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Það er litlu minna en þingmenn þjóðarinnar fá í þingfararkaup. Siðfræðistofnun varaði við því fyrir fjórum árum að formaðurinn sæti í stjórn hlutafélags, eins og Kaupþings - það gæti stefnt trúverðugleika hans í hættu. 7. nóvember 2008 12:08
Segir stöðu formanns VR afar erfiða Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið. 7. nóvember 2008 20:30
Stjórn VR lýsir yfir stuðningi við formanninn Stefanía Magnúsdóttir varaformaður stjórnar VR segir að boðað hafi verið til stjórnarfundar í tilefni stöðu Gunnars Páls Pálssonar formanns félagsins nú í kvöld. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið sat Gunnar í stjórn Kaupþings sem tók þá umdeildu ákvörðun að afskrifa skuldir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Stefanía segir stjórnina hafa lýst yfir stuðningi við formanninn á fundinum. 5. nóvember 2008 21:46
Boða til mótmæla við höfuðstöðvar VR Hópur félaga í VR hefur boðað til mótmælafundar við höfuðstöðvar félagsins í Húsi verslunarinnar. Hópurinn er óánægður með ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sat í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna og samþykkti hann gjörninginn sem hefur valdið ólgu víða. Stjórn félagsins hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við Gunnar Pál. 7. nóvember 2008 10:43
Mótmæli gegn VR halda áfram Mótmælastöðu verður fram haldið við höfuðstöðvar VR í Húsi verslunarinnar í hádeginu í dag. Kristófer Jónsson, félagi í VR segist vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Til stendur að afhenda undirskriftalista þar sem óskað er eftir félagsfundi í VR en mótmælendurnir eru óánægðir með framgöngu formanns VR og stjórnarinnar í heild sinni. 10. nóvember 2008 10:23