Um 400 milljóna króna styrkur til rannsókna í kerfislíffræði 10. nóvember 2008 13:16 Dr. Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í lífverkfræði við University of California, San Diego hefur hlotið 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna í kerfislíffræði. Frá þessu var greint í Háskóla Íslands í hádeginu. Styrkurinn, sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna, rennur alfarið til skólans. Þetta er stærsti rannsóknarstyrkur sem Háskólanum hefur hlotnast og verður hann nýttur til þess að koma á fót rannsóknasetri í kerfislíffræði. Bernhard, sem er einn helsti frumkvöðull á þessu sviði í heiminum, mun veita setrinu forstöðu. „Markmið Evrópska rannsóknarráðsins er að styðja við brautryðjandi rannsóknir færustu vísindamanna heims, sem fara ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Aðeins 10% umsókna eru styrktar af ráðinu. Það er því mikill heiður og viðurkenning fyrir Bernhard og Háskóla Íslands að ERC hafi ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni hans við Háskólann. Bernhard hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og marka rannsóknir hans í kerfislíffræði upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda," segir í tilkynningu Háskólans. Kerfilíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. „Í verkefninu sem hlýtur styrk ERC er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum. Þetta hefur þegar verið gert fyrir örverur, einkum bakteríur, og hefur aukið skilning á efnaskiptum þessara lífvera og bætt við nýjum og verðmætum upplýsingum. Hér er ætlunin að gera þetta fyrir mannafrumur en þær eru mun flóknari að allri gerð og hafa miklu fleiri gen og efnaskiptaferla en örverur. Líklegt er að slíkar rannsóknir muni hafa mikil áhrif á skilning og þekkingu á sjúkdómsferlum í manninum," segir einnig í tilkynningunni. Ætlunin er að nota aðferðir kerfislíffræðinnar við að greina efnaskiptaferla mannsins. Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi að byggja efnaskiptanet, í öðru lagi að byggja reiknilíkön af efnaskiptaferlunum og í þriðja lagi að nýta líkönin og greiningu genamengja til að finna lyf til að stýra efnaferlum fruma úr mönnum. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Dr. Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í lífverkfræði við University of California, San Diego hefur hlotið 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna í kerfislíffræði. Frá þessu var greint í Háskóla Íslands í hádeginu. Styrkurinn, sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna, rennur alfarið til skólans. Þetta er stærsti rannsóknarstyrkur sem Háskólanum hefur hlotnast og verður hann nýttur til þess að koma á fót rannsóknasetri í kerfislíffræði. Bernhard, sem er einn helsti frumkvöðull á þessu sviði í heiminum, mun veita setrinu forstöðu. „Markmið Evrópska rannsóknarráðsins er að styðja við brautryðjandi rannsóknir færustu vísindamanna heims, sem fara ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Aðeins 10% umsókna eru styrktar af ráðinu. Það er því mikill heiður og viðurkenning fyrir Bernhard og Háskóla Íslands að ERC hafi ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni hans við Háskólann. Bernhard hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og marka rannsóknir hans í kerfislíffræði upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda," segir í tilkynningu Háskólans. Kerfilíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. „Í verkefninu sem hlýtur styrk ERC er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum. Þetta hefur þegar verið gert fyrir örverur, einkum bakteríur, og hefur aukið skilning á efnaskiptum þessara lífvera og bætt við nýjum og verðmætum upplýsingum. Hér er ætlunin að gera þetta fyrir mannafrumur en þær eru mun flóknari að allri gerð og hafa miklu fleiri gen og efnaskiptaferla en örverur. Líklegt er að slíkar rannsóknir muni hafa mikil áhrif á skilning og þekkingu á sjúkdómsferlum í manninum," segir einnig í tilkynningunni. Ætlunin er að nota aðferðir kerfislíffræðinnar við að greina efnaskiptaferla mannsins. Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi að byggja efnaskiptanet, í öðru lagi að byggja reiknilíkön af efnaskiptaferlunum og í þriðja lagi að nýta líkönin og greiningu genamengja til að finna lyf til að stýra efnaferlum fruma úr mönnum.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira