Um 400 milljóna króna styrkur til rannsókna í kerfislíffræði 10. nóvember 2008 13:16 Dr. Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í lífverkfræði við University of California, San Diego hefur hlotið 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna í kerfislíffræði. Frá þessu var greint í Háskóla Íslands í hádeginu. Styrkurinn, sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna, rennur alfarið til skólans. Þetta er stærsti rannsóknarstyrkur sem Háskólanum hefur hlotnast og verður hann nýttur til þess að koma á fót rannsóknasetri í kerfislíffræði. Bernhard, sem er einn helsti frumkvöðull á þessu sviði í heiminum, mun veita setrinu forstöðu. „Markmið Evrópska rannsóknarráðsins er að styðja við brautryðjandi rannsóknir færustu vísindamanna heims, sem fara ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Aðeins 10% umsókna eru styrktar af ráðinu. Það er því mikill heiður og viðurkenning fyrir Bernhard og Háskóla Íslands að ERC hafi ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni hans við Háskólann. Bernhard hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og marka rannsóknir hans í kerfislíffræði upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda," segir í tilkynningu Háskólans. Kerfilíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. „Í verkefninu sem hlýtur styrk ERC er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum. Þetta hefur þegar verið gert fyrir örverur, einkum bakteríur, og hefur aukið skilning á efnaskiptum þessara lífvera og bætt við nýjum og verðmætum upplýsingum. Hér er ætlunin að gera þetta fyrir mannafrumur en þær eru mun flóknari að allri gerð og hafa miklu fleiri gen og efnaskiptaferla en örverur. Líklegt er að slíkar rannsóknir muni hafa mikil áhrif á skilning og þekkingu á sjúkdómsferlum í manninum," segir einnig í tilkynningunni. Ætlunin er að nota aðferðir kerfislíffræðinnar við að greina efnaskiptaferla mannsins. Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi að byggja efnaskiptanet, í öðru lagi að byggja reiknilíkön af efnaskiptaferlunum og í þriðja lagi að nýta líkönin og greiningu genamengja til að finna lyf til að stýra efnaferlum fruma úr mönnum. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Dr. Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í lífverkfræði við University of California, San Diego hefur hlotið 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna í kerfislíffræði. Frá þessu var greint í Háskóla Íslands í hádeginu. Styrkurinn, sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna, rennur alfarið til skólans. Þetta er stærsti rannsóknarstyrkur sem Háskólanum hefur hlotnast og verður hann nýttur til þess að koma á fót rannsóknasetri í kerfislíffræði. Bernhard, sem er einn helsti frumkvöðull á þessu sviði í heiminum, mun veita setrinu forstöðu. „Markmið Evrópska rannsóknarráðsins er að styðja við brautryðjandi rannsóknir færustu vísindamanna heims, sem fara ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Aðeins 10% umsókna eru styrktar af ráðinu. Það er því mikill heiður og viðurkenning fyrir Bernhard og Háskóla Íslands að ERC hafi ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni hans við Háskólann. Bernhard hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og marka rannsóknir hans í kerfislíffræði upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda," segir í tilkynningu Háskólans. Kerfilíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. „Í verkefninu sem hlýtur styrk ERC er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum. Þetta hefur þegar verið gert fyrir örverur, einkum bakteríur, og hefur aukið skilning á efnaskiptum þessara lífvera og bætt við nýjum og verðmætum upplýsingum. Hér er ætlunin að gera þetta fyrir mannafrumur en þær eru mun flóknari að allri gerð og hafa miklu fleiri gen og efnaskiptaferla en örverur. Líklegt er að slíkar rannsóknir muni hafa mikil áhrif á skilning og þekkingu á sjúkdómsferlum í manninum," segir einnig í tilkynningunni. Ætlunin er að nota aðferðir kerfislíffræðinnar við að greina efnaskiptaferla mannsins. Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi að byggja efnaskiptanet, í öðru lagi að byggja reiknilíkön af efnaskiptaferlunum og í þriðja lagi að nýta líkönin og greiningu genamengja til að finna lyf til að stýra efnaferlum fruma úr mönnum.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira