Um 400 milljóna króna styrkur til rannsókna í kerfislíffræði 10. nóvember 2008 13:16 Dr. Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í lífverkfræði við University of California, San Diego hefur hlotið 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna í kerfislíffræði. Frá þessu var greint í Háskóla Íslands í hádeginu. Styrkurinn, sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna, rennur alfarið til skólans. Þetta er stærsti rannsóknarstyrkur sem Háskólanum hefur hlotnast og verður hann nýttur til þess að koma á fót rannsóknasetri í kerfislíffræði. Bernhard, sem er einn helsti frumkvöðull á þessu sviði í heiminum, mun veita setrinu forstöðu. „Markmið Evrópska rannsóknarráðsins er að styðja við brautryðjandi rannsóknir færustu vísindamanna heims, sem fara ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Aðeins 10% umsókna eru styrktar af ráðinu. Það er því mikill heiður og viðurkenning fyrir Bernhard og Háskóla Íslands að ERC hafi ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni hans við Háskólann. Bernhard hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og marka rannsóknir hans í kerfislíffræði upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda," segir í tilkynningu Háskólans. Kerfilíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. „Í verkefninu sem hlýtur styrk ERC er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum. Þetta hefur þegar verið gert fyrir örverur, einkum bakteríur, og hefur aukið skilning á efnaskiptum þessara lífvera og bætt við nýjum og verðmætum upplýsingum. Hér er ætlunin að gera þetta fyrir mannafrumur en þær eru mun flóknari að allri gerð og hafa miklu fleiri gen og efnaskiptaferla en örverur. Líklegt er að slíkar rannsóknir muni hafa mikil áhrif á skilning og þekkingu á sjúkdómsferlum í manninum," segir einnig í tilkynningunni. Ætlunin er að nota aðferðir kerfislíffræðinnar við að greina efnaskiptaferla mannsins. Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi að byggja efnaskiptanet, í öðru lagi að byggja reiknilíkön af efnaskiptaferlunum og í þriðja lagi að nýta líkönin og greiningu genamengja til að finna lyf til að stýra efnaferlum fruma úr mönnum. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Dr. Bernhard Örn Pálsson, gestaprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í lífverkfræði við University of California, San Diego hefur hlotið 2,4 milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna í kerfislíffræði. Frá þessu var greint í Háskóla Íslands í hádeginu. Styrkurinn, sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna, rennur alfarið til skólans. Þetta er stærsti rannsóknarstyrkur sem Háskólanum hefur hlotnast og verður hann nýttur til þess að koma á fót rannsóknasetri í kerfislíffræði. Bernhard, sem er einn helsti frumkvöðull á þessu sviði í heiminum, mun veita setrinu forstöðu. „Markmið Evrópska rannsóknarráðsins er að styðja við brautryðjandi rannsóknir færustu vísindamanna heims, sem fara ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum. Aðeins 10% umsókna eru styrktar af ráðinu. Það er því mikill heiður og viðurkenning fyrir Bernhard og Háskóla Íslands að ERC hafi ákveðið að styrkja rannsóknarverkefni hans við Háskólann. Bernhard hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og marka rannsóknir hans í kerfislíffræði upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda," segir í tilkynningu Háskólans. Kerfilíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. „Í verkefninu sem hlýtur styrk ERC er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum. Þetta hefur þegar verið gert fyrir örverur, einkum bakteríur, og hefur aukið skilning á efnaskiptum þessara lífvera og bætt við nýjum og verðmætum upplýsingum. Hér er ætlunin að gera þetta fyrir mannafrumur en þær eru mun flóknari að allri gerð og hafa miklu fleiri gen og efnaskiptaferla en örverur. Líklegt er að slíkar rannsóknir muni hafa mikil áhrif á skilning og þekkingu á sjúkdómsferlum í manninum," segir einnig í tilkynningunni. Ætlunin er að nota aðferðir kerfislíffræðinnar við að greina efnaskiptaferla mannsins. Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi að byggja efnaskiptanet, í öðru lagi að byggja reiknilíkön af efnaskiptaferlunum og í þriðja lagi að nýta líkönin og greiningu genamengja til að finna lyf til að stýra efnaferlum fruma úr mönnum.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira