Innlent

Sérsveit kölluð til vegna hnífamanns

Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar ungur karlmaður, sem ógnaði skipverjum með hnífi um borð í bát í Sandgerði, var handtekinn nú undir kvöld.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesju var báturinn bundinn við bryggju þegar atvikið átti sér stað. Félagar mannsins náðu að hringja í lögreglu og var aðstoðar sérsveitarinnar óskað. Sérsveitin var hins vegar afturkölluð þegar maðurinn kom út úr bátnum.

Maðurinn var handtekinn og býst lögreglan á Suðurnesjum við að hann gisti fangageymslur í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×