Íslenski boltinn

Mark beint úr horni tryggði Fram sigur á Fjölni

Elvar Geir Magnússon skrifar

Fjölnir og Fram mættust í sjöundu umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 81. mínútu en það gerði Sam Tillen beint úr hornspyrnu.

Þetta er fimmta markið sem er skorað í deildinni beint úr hornspyrnu. Hreint ótrúleg staðreynd það. En góður sigur Fram sem er því komið með tólf stig.

Fyrri hálfleikurinn var virkilega bragðdaufur en leikurinn hresstist eftir hálfleik. Á 65. mínútu fór Jón Þorgrímur Stefánsson, leikmaður Fram, af velli meiddur á hné en hann var nýstiginn upp úr meiðslum. Eftir leikinn fékk Paul McShane réttilega rauða spjaldið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×