Erlent

Brugguðu Obama launráð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessa mynd er að finna á My space-vefsíðu annars hinna meintu tilræðismanna.
Þessa mynd er að finna á My space-vefsíðu annars hinna meintu tilræðismanna. MYND/AP

Lögregla í Tennessee segist hafa hindrað áform tveggja nýnasista um að ráða forsetaframbjóðandann Barack Obama af dögum.

Mennirnir voru handteknir í Tennessee um miðja síðustu viku og hafa játað fyrir alríkisdómstól að brugga Obama launráð með því að ræna skotvopnaverslun og ráðast fyrst á skóla sem aðallega er sóttur af blökkumönnum. Því næst var ætlunin að ráðast að Obama og skjóta hann til bana. Mennirnir, sem eru átján og tuttugu ára gamlir, lýstu því báðir yfir að þeir væru reiðubúnir að týna lífinu við tilræðið.

Skammt er að minnast þess er þrjú ungmenni voru handtekin í ágúst með fullan bíl af rifflum og metamfetamíni grunuð um svipað ráðabrugg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×