Innlent

Mál Reynis tekið fyrir hjá Blaðamannafélaginu

Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands.

,,Það hefur ekki tíðkast hjá Blaðmannafélaginu að víkja fólki úr félaginu og það verður ekki gert núna. Það breytir því ekki ég er mjög ósátt við það að Reynir Traustason skuli sem ritstjóri DV láta undan hótunum aðila út í bæ með því að stöðva frétt," sagði Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við Vísi. Mál Reynis verður tekið fyrir hjá stjórn Blaðamannafélagsins.

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í kvöld að Blaðamannafélagið ætti að reka Reyni úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær.

Kastljós birti upptöku af samtali Reynis og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar í krafti fjármagns.

Fyrr í kvöld sendi Reynir frá sér yfirlýsingu þar sem hann meðal annars biðst afsökunar. ,,Reynir biður einhverja ótilgreinda aðila út í bæ afsökunar í yfirlýsingu í dag." Honum væri nær að biðja blaðmanninn líka afsökunar, að mati Örnu.

,,Skyldur blaðamanna og ritstjóra eru fyrst og síðast við lesendur. Ritstjórnarvaldið er hjá fjölmiðlunum sjálfum en ekki út í bæ. Ritstjórar eiga að standa í lappirnar gagnvart utankomandi þrýstingi," sagði Arna.

Aðspurð sagði Arna að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnar Blaðmannafélagins. Ekki hafi þó verið tekin ákvörun hvenær það verður.










Tengdar fréttir

Agnes vill að Reynir verði rekinn úr Blaðamannafélaginu

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í þættinum Íslandi í dag í kvöld að Blaðamannafélag Íslands ætti að reka Reyni Traustason, ritstjóra DV, úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær.

Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram

Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu.

Björgólfur ber af sér sakir í DV máli

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu.

Blaðamenn Dv funda án ritstjóra

Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×