Enski boltinn

Arsenal vann Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicklas Bendtner skorar hér sigurmark leiksins.
Nicklas Bendtner skorar hér sigurmark leiksins. Nordic Photos / Getty Images

Arsenal vann 1-0 sigur á Everton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Everton mistókst þar með að gulltryggja sér fimmta sæti deildairnnar.

Nicklas Bendtner skoraði eina mark leiksins sem var þó heldur tilþrifalítill.

Arsenal stillti upp að mestu leyti sama liði og rústaði Derby um síðustu helgi. Cesc Fabregas fékk þó hvíld og Emmanuel Adebayor kom inn í liðið í stað Robin van Persie.

Andy Johnson og Steven Pienaar voru tæpir fyrir leikinn en voru þó báðir í byrjunarliðinu. Tony Hibbert kom inn í liðið fyrir Yakubu.

Arsenal byrjaði betur en bæði lið fengu sín hálffæri í upphafi leiksins. En Arsenal tók völdin eftir því sem á leið á leikinn.

Það kom því fáum á óvart að heimamenn skyldu skora eina mark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Nicklas Bendtner var þar að verki með laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Þetta var níunda mark Bendtner á tímabilinu.

Jens Lehmann lék síðasta hálftímann í fyrir Arsenal en þetta var sennilega síðasti leikur hans með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×