Enski boltinn

Stuðningsmaður Derby hefur ekki mætt á tapleik í sjö ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Derby fagna marki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili.
Leikmenn Derby fagna marki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili. Nordic Photos / Getty Images

Þótt ótrúlega megi virðst er til sá stuðningsmaður enska B-deildarliðsins Derby sem hefur ekki séð félagið sitt tapa þótt hann mæti reglulega á völlinn.

Kim Laws heitir sá maður og er sjálfkrafa orðinn að lukkudýri félagsins. Hann býst við höfðinglegum mótttökum næst þegar hann mætir á völlinn.

Derby hefur ekki tapað síðustu átján leikjum sem hann hefur mætt á þó svo að Derby var án sigurs í tæpt ár, þangað til í haust.

Derby vann til að mynda aðeins einn leik í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og þá var umræddur Kim á meðal áhorfenda.

„Ég flutti frá Derby árið 1982 og get því aðeins mætt á nokkra leiki á ári og þá aðeins ef þeir eru í miðri viku," sagði Kim við enska fjölmiðla. „Ég náði tveimur leikjum í fyrra. Það var gegn Newcastle, þar sem við unnum, og gegn Manchester City er við gerðum jafntefli."

„Svo á þessu tímabili var ég á vellinum þegar við unnum Lincoln City í deildarbikarnum og svo aftur þegar við náðum að jafna metin gegn Birmingham þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Vonandi heldur verður þetta áfram svona."

Ken sá sinn fyrsta leik með Derby árið 1966 en hann var síðast á tapleik árið 2002 er Derby tapaði fyrir Oldham í deildarbikarnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×