Íslenski boltinn

Ólafur dæmir á nýjan leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Ragnarsson knattspyrnudómari.
Ólafur Ragnarsson knattspyrnudómari.

Ólafur Ragnarsson mun dæma leik Breiðabliks og FH í sjöundu umferð Landsbankadeildar karla. Ólafur hefur dæmt einn leik í sumar, viðureign Keflavíkur og ÍA í fjórðu umferð og var hann harkalega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína af Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara ÍA.

Guðjón gaf til kynna í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn að Ólafur væri ekki í nægilega góðu líkamlegu formi til að takast á við verkefnið. Hann sakaði hann um að beita Stefán Þórðarson, leikmann ÍA, ofbeldi með því að gefa honum rauða spjaldið í leiknum.

Þetta var fyrsti leikur Ólafs í sumar þar sem hann var meiddur í upphafi móts. Hann hefur hins vegar ekkert dæmt í deildinni síðan þá, þar til nú.

Leikur Breiðabliks og FH fer fram mánudaginn næstkomandi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.


Tengdar fréttir

Guðjón í eins leiks bann

Guðjón Þórðarson hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Guðjón stendur við ummæli sín

Guðjón Þórðarson sagði í samtali við Vísi að hann standi heilshugar við þau ummæli sem hann lét falla eftir leik Keflavíkur og ÍA í gær.

Ólafur: Guðjón er að bulla

Ólafur Ragnarsson dómari segir ekkert hæft í ásökunum Guðjóns Þórðarsonar í sinn garð né heldur annarra dómara.

Guðjón: Þeirra er skömmin (myndband)

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var ómyrkur í máli gagnvart Ólafi Ragnarssyni dómara og forystumönnum KSÍ í viðtali við Stöð 2 Sport í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×