United í úrslit eftir markaveislu í Japan Elvar Geir Magnússon skrifar 18. desember 2008 10:12 Nemanja Vidic fagnar því að hafa komið United á sporið eftir hornspyrnu Ryan Giggs. Evrópumeistarar Manchester United eru komnir í úrslitaleik HM félagsliða en keppnin stendur yfir í Japan. United vann Asíumeistara Gamba Osaka í undanúrslitum í dag 5-3. United hafði tveggja marka forystu í hálfleik með skallamörkum Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo eftir hornspyrnur Ryan Giggs. Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum opnuðust allar flóðgáttir og mörkin streymdu inn. Gamba Osaka minnkaði muninn áður en United skoraði þrjú mörk á fjórum mínútum. Varamennirnir Wayne Rooney og Darren Fletcher sáu um það en sá fyrrnefndi skoraði tvö mörk. Gamba Osaka skoraði tvö síðustu mörk leiksins en þau dugðu skammt og ljóst að United mætir LDU Quito frá Ekvador í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn í dag var í beinni lýsingu hér á Vísi. Man Utd - Gamba Osaka 5-31-0 Vidic (28.), 2-0 Ronaldo (45.), 2-1 Yamazaki (74.), 3-1 Rooney (75.), 4-1 Fletcher (78.), 5-1 Rooney (79.), 5-2 Endo (víti 85.), 5-3 Hashimoto (90.) ______________________ 12:25 Leik lokið. Gamba Osaka minnkaði muninn í 5-3 í uppbótartíma og urðu það lokatölur leiksins. 12:14 MARK! Hendi á Gary Neville innan teigs og vítaspyrna dæmd. Gamba Osaka náði að minnka muninn úr spyrnunni. 12:10 MÖRK! Flóðgáttirnar hafa heldur betur opnast og varamenn United láta til sín taka. Darren Fletcher skoraði fjórða mark United og Rooney það fimmta (og annað mark sitt) Þrjú mörk frá United á fjórum mínútum. 12:07 MÖRK! Masato Yamazaki náði að minnka muninn fyrir Gamba Osaka með laglegu marki. En Wayne Rooney svaraði strax og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Ótrúlegur leikkafli. 3-1 fyrir United. 12:04 United hefur leikinn í sínum höndum og bara formsatriði að klára hann. Tevez er farinn af velli fyrir Wayne Rooney. 11:58 Sir Alex Ferguson hefur framkvæmt fyrstu skiptingar leiksins. Darren Fletcher er kominn inn fyrir Paul Scholes sem var að stíga upp úr meiðslum. Þá kom Johnny Evans inn fyrir Nemanja Vidic. 11:46 Hurð skall nærri hælum upp við mark United. Gamba Osaka í stórhættulegri sókn en gestirnir náðu að bægja hættunni frá. 11:31 Seinni hálfleikur að hefjast. United er í ansi þægilegri stöðu og mikið þarf að fara úrskeiðis til að liðið missi þetta úr sínum höndum. 11:17 MARK! Gamba Osaka gengur illa að ráða við hornspyrnur Ryan Giggs. Nú er það Cristiano Ronaldo sem skoraði með glæsilegum skalla eftir horn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það er kominn hálfleikur. 10:58 MARK! Nemanja Vidic kemur Manchester United yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Giggs. United hefur verið að taka völdin á vellinum. 10:48 Leikmenn Gamba Osaka hafa sýnt það á upphafskafla leiksins að þeir kunna ýmislegt. Þeir hafa látið reyna á Van der Sar í marki Manchester United. Stefnir alls ekki í auðveldan leik fyrir Evrópumeistarana. 10:36 Leikurinn er hafinn í Japan en það eru 80 þúsund áhorfendur á pöllunum og stemningin góð. 10:15 Wayne Rooney byrjar á varamannabekk United en Dimitar Berbatov er fjarri góðu gamni. Hér að neðan má sjá byrjunarlið United. Byrjunarlið: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Anderson, Scholes, Giggs, Ronaldo, Tevez.Varamenn: Kuszczak, Rafael Da Silva, O'Shea, Evans, Carrick, Fletcher, Gibson, Park, Welbeck, Rooney, Amos. Fótbolti Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Evrópumeistarar Manchester United eru komnir í úrslitaleik HM félagsliða en keppnin stendur yfir í Japan. United vann Asíumeistara Gamba Osaka í undanúrslitum í dag 5-3. United hafði tveggja marka forystu í hálfleik með skallamörkum Nemanja Vidic og Cristiano Ronaldo eftir hornspyrnur Ryan Giggs. Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum opnuðust allar flóðgáttir og mörkin streymdu inn. Gamba Osaka minnkaði muninn áður en United skoraði þrjú mörk á fjórum mínútum. Varamennirnir Wayne Rooney og Darren Fletcher sáu um það en sá fyrrnefndi skoraði tvö mörk. Gamba Osaka skoraði tvö síðustu mörk leiksins en þau dugðu skammt og ljóst að United mætir LDU Quito frá Ekvador í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn í dag var í beinni lýsingu hér á Vísi. Man Utd - Gamba Osaka 5-31-0 Vidic (28.), 2-0 Ronaldo (45.), 2-1 Yamazaki (74.), 3-1 Rooney (75.), 4-1 Fletcher (78.), 5-1 Rooney (79.), 5-2 Endo (víti 85.), 5-3 Hashimoto (90.) ______________________ 12:25 Leik lokið. Gamba Osaka minnkaði muninn í 5-3 í uppbótartíma og urðu það lokatölur leiksins. 12:14 MARK! Hendi á Gary Neville innan teigs og vítaspyrna dæmd. Gamba Osaka náði að minnka muninn úr spyrnunni. 12:10 MÖRK! Flóðgáttirnar hafa heldur betur opnast og varamenn United láta til sín taka. Darren Fletcher skoraði fjórða mark United og Rooney það fimmta (og annað mark sitt) Þrjú mörk frá United á fjórum mínútum. 12:07 MÖRK! Masato Yamazaki náði að minnka muninn fyrir Gamba Osaka með laglegu marki. En Wayne Rooney svaraði strax og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Ótrúlegur leikkafli. 3-1 fyrir United. 12:04 United hefur leikinn í sínum höndum og bara formsatriði að klára hann. Tevez er farinn af velli fyrir Wayne Rooney. 11:58 Sir Alex Ferguson hefur framkvæmt fyrstu skiptingar leiksins. Darren Fletcher er kominn inn fyrir Paul Scholes sem var að stíga upp úr meiðslum. Þá kom Johnny Evans inn fyrir Nemanja Vidic. 11:46 Hurð skall nærri hælum upp við mark United. Gamba Osaka í stórhættulegri sókn en gestirnir náðu að bægja hættunni frá. 11:31 Seinni hálfleikur að hefjast. United er í ansi þægilegri stöðu og mikið þarf að fara úrskeiðis til að liðið missi þetta úr sínum höndum. 11:17 MARK! Gamba Osaka gengur illa að ráða við hornspyrnur Ryan Giggs. Nú er það Cristiano Ronaldo sem skoraði með glæsilegum skalla eftir horn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það er kominn hálfleikur. 10:58 MARK! Nemanja Vidic kemur Manchester United yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Giggs. United hefur verið að taka völdin á vellinum. 10:48 Leikmenn Gamba Osaka hafa sýnt það á upphafskafla leiksins að þeir kunna ýmislegt. Þeir hafa látið reyna á Van der Sar í marki Manchester United. Stefnir alls ekki í auðveldan leik fyrir Evrópumeistarana. 10:36 Leikurinn er hafinn í Japan en það eru 80 þúsund áhorfendur á pöllunum og stemningin góð. 10:15 Wayne Rooney byrjar á varamannabekk United en Dimitar Berbatov er fjarri góðu gamni. Hér að neðan má sjá byrjunarlið United. Byrjunarlið: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Anderson, Scholes, Giggs, Ronaldo, Tevez.Varamenn: Kuszczak, Rafael Da Silva, O'Shea, Evans, Carrick, Fletcher, Gibson, Park, Welbeck, Rooney, Amos.
Fótbolti Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu