Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal - Derby féll og setti met 29. mars 2008 17:07 Leikmenn Arsenal sýndu úr hverju þeir eru gerðir í dag NordcPhotos/GettyImages Mikið fjör var í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem hæst bar viðureign Bolton og Arsenal. Bolton náði 2-0 forystu í leiknum og Arsenal missti mann af velli með rautt í fyrri hálfleik, en náði samt að vinna frækinn 3-2 sigur. Grétar Rafn Steinsson var allt í öllu hjá Bolton í góðum fyrri hálfleik liðsins. Hann lagði upp fyrra mark Matt Taylor og varð svo fyrir ljótri tæklingu frá Abou Diaby - sem fékk rautt fyrir tilþrifin. Bolton var yfir 2-0 í hálfleik og allt stefndi í sigur heimamanna. Arsenal menn mættu hinsvegar mjög grimmir til síðari hálfleiksins og þeir William Gallas, Robin Van Persie jöfnuðu leikinn. Það var svo Cesc Fabregas sem tryggði gestunum sigurinn þegar skot hans hrökk af tveimur varnarmönnum Bolton og í netið. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Arsenal, sem hefði líklega misst af lestinni í toppbaráttunni ef það hefð tapað í dag. Bolton er hinsvegar í bullandi vandræðum í botnbaráttunni og leikmenn liðsins geta kennt sjálfum sér um tapið í dag. Derby County þurfti að bíta í það súra epli að verða fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar til að falla í marsmánuði. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Fulham á heimavelli en á sama tíma unnu Sunderland og Birmingham góða sigra og því eru örlög Derby ráðin. Jermaine Defoe skoraði sitt áttunda mark frá áramótum fyrir Portsmouth í góðum 2-0 sigri liðsins á Portsmouth. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth. Ívar Ingimarsson var á sínum stað í liði Reading sem gerði markalaust jafntefli við Blackburn á heimavelli. Manchester United tekur á móti Aston Villa í dag og getur aukið forskot sitt á toppi deildarinnar í sex stig með sigri. Liðið hefur 73 stig á toppnum, Arsenal er í öðru sæti með 70 stig og Chelsea í þriðja með 68 stig og leik til góða. Úrslit dagsins: Birmingham City 3 - 1 Manchester City 1-0 M. Zárate ('39) 2-0 M. Zárate ('54) 2-1 Elano ('58, víti) 3-1 G. McSheffrey ('76, víti)Bolton Wanderers 2 - 3 Arsenal FC 1-0 M. Taylor ('14) 2-0 M. Taylor ('43) 2-1 W. Gallas ('63) 2-2 R. van Persie ('68, víti) 2-3 J. Samuel ('90, sjm)Derby County 2 - 2 Fulham FC 1-0 E. Villa ('10) 1-1 D. Kamara ('23) 1-2 D. Leacock ('78, sjálfsmark) 2-2 E. Villa ('79)Portsmouth FC 2 - 0 Wigan Athletic 1-0 J. Defoe ('33) 2-0 J. Defoe ('92)Reading FC 0 - 0 Blackburn RoversSunderland AFC 2 - 1 West Ham United 0-1 F. Ljungberg ('17) 1-1 K. Jones ('28) 2-1 A. Reid ('91) Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Mikið fjör var í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem hæst bar viðureign Bolton og Arsenal. Bolton náði 2-0 forystu í leiknum og Arsenal missti mann af velli með rautt í fyrri hálfleik, en náði samt að vinna frækinn 3-2 sigur. Grétar Rafn Steinsson var allt í öllu hjá Bolton í góðum fyrri hálfleik liðsins. Hann lagði upp fyrra mark Matt Taylor og varð svo fyrir ljótri tæklingu frá Abou Diaby - sem fékk rautt fyrir tilþrifin. Bolton var yfir 2-0 í hálfleik og allt stefndi í sigur heimamanna. Arsenal menn mættu hinsvegar mjög grimmir til síðari hálfleiksins og þeir William Gallas, Robin Van Persie jöfnuðu leikinn. Það var svo Cesc Fabregas sem tryggði gestunum sigurinn þegar skot hans hrökk af tveimur varnarmönnum Bolton og í netið. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Arsenal, sem hefði líklega misst af lestinni í toppbaráttunni ef það hefð tapað í dag. Bolton er hinsvegar í bullandi vandræðum í botnbaráttunni og leikmenn liðsins geta kennt sjálfum sér um tapið í dag. Derby County þurfti að bíta í það súra epli að verða fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar til að falla í marsmánuði. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Fulham á heimavelli en á sama tíma unnu Sunderland og Birmingham góða sigra og því eru örlög Derby ráðin. Jermaine Defoe skoraði sitt áttunda mark frá áramótum fyrir Portsmouth í góðum 2-0 sigri liðsins á Portsmouth. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth. Ívar Ingimarsson var á sínum stað í liði Reading sem gerði markalaust jafntefli við Blackburn á heimavelli. Manchester United tekur á móti Aston Villa í dag og getur aukið forskot sitt á toppi deildarinnar í sex stig með sigri. Liðið hefur 73 stig á toppnum, Arsenal er í öðru sæti með 70 stig og Chelsea í þriðja með 68 stig og leik til góða. Úrslit dagsins: Birmingham City 3 - 1 Manchester City 1-0 M. Zárate ('39) 2-0 M. Zárate ('54) 2-1 Elano ('58, víti) 3-1 G. McSheffrey ('76, víti)Bolton Wanderers 2 - 3 Arsenal FC 1-0 M. Taylor ('14) 2-0 M. Taylor ('43) 2-1 W. Gallas ('63) 2-2 R. van Persie ('68, víti) 2-3 J. Samuel ('90, sjm)Derby County 2 - 2 Fulham FC 1-0 E. Villa ('10) 1-1 D. Kamara ('23) 1-2 D. Leacock ('78, sjálfsmark) 2-2 E. Villa ('79)Portsmouth FC 2 - 0 Wigan Athletic 1-0 J. Defoe ('33) 2-0 J. Defoe ('92)Reading FC 0 - 0 Blackburn RoversSunderland AFC 2 - 1 West Ham United 0-1 F. Ljungberg ('17) 1-1 K. Jones ('28) 2-1 A. Reid ('91)
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira