Enski boltinn

Yakubu sá um gömlu félagana

Yakubu var fyrrum félögum sínum erfiður í dag
Yakubu var fyrrum félögum sínum erfiður í dag NordcPhotos/GettyImages

Everton skaust aftur upp fyrir granna sína í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Portsmouth 3-1 á heimavelli. Everton er því aftur komið í fjórða sætið og hefur ekki tapað leik á árinu.

Það var fyrrum Portsmouth maðurinn Yakubu sem kom heimamönnum yfir í leiknum eftir aðeins átta sekúndur og bætti svo við öðru marki í síðari hálfleiknum. Tim Cahill var einnig á skotskónum hjá Everton, en Jermain Defoe minnkaði muninn fyrir Portsmouth.

Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í liði Portsmouth sem hefur heldur verið að gefa eftir í baráttunni um Evrópusætið að undanförnu. Everton er aftur komið í fjórða sætið og er til alls líklegt á lokasprettinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×