Enski boltinn

Auðveldur sigur Liverpool á Bolton

Fernando Torres og Steven Gerrard fagna marki þess síðarnefnda
Fernando Torres og Steven Gerrard fagna marki þess síðarnefnda NordcPhotos/GettyImages

Liverpool vann auðveldan 3-1 útisigur á Bolton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigur Liverpool var aldrei í hættu í dag og hafi Bolton sýnt smá baráttuvilja í fyrri hálfleik, var allur vindur úr liðinu í þeim síðari.

Það var Steven Gerrard sem skoraði fyrsta mark leiksins á10. mínútu á heldur slysalegan hátt þegar Jussi Jaaskelainen flumbraði skoti hans í eigið net.

Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Liverpool en var skipt af velli eftir rúmlega hálftíma og virkaði meiddur. Ryan Babel var búinn að vera Grétari erfiður í leiknum og hann kom Liverpool í 2-0 á 59. mínútu eftir að Dirk Kuyt hafði átt skot í slá.

Það var svo Fabio Aurelio sem innsiglaði sigur Liverpool með laglegu marki á 74. mínútu, en Tamir Cohen minnkaði muninn fyrir Bolton augnabliki síðar.

Liverpool náði þar með að hirða fjórða sæti deildarinnar af grönnum sínum í Everton, en liðin eru bæði með 50 stig. Everton mætir Portsmouth í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, en hann hefst klukkan 16 og er í beinni á Sýn 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×