Enski boltinn

Chelsea og Fulham sjá oftast rautt

Leikmenn Chelsea hafa fimm sinnum fengið beint rautt spjald í vetur
Leikmenn Chelsea hafa fimm sinnum fengið beint rautt spjald í vetur Nordic Photos / Getty Images

Leikmenn Chelsea og Fulham hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar kemur að því að fá rauð spjöld. Hvort lið hefur fengið að líta sex rauð spjöld á leiktíðinni og þar af hafa leikmenn Chelsea fengið fimm sinnum beint rautt.

Athyglisverðasta staðreyndin við öll þessi rauðu spjöld Chelsea hafa ekki kostað liðið eins mikið og ætla mætti, því liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum.

Þeir sem hafa fengið rautt hjá Chelsea í vetur eru Ricardo Carvalho, Frank Lampard, Didier Drogba, John Obi Mikel, Michael Essien og Ashley Cole. 

Fulham hefur líka fengið á sig sex rauð spjöld, en aðeins eitt þeirra var beint rautt - hin fimm rauðu spjöldin komu vegna tveggja gulra spjalda.

Blackburn hefur fengið að líta fimm rauð spjöld í vetur og þar af fjögur þeirra vegna tveggja áminninga. Þá hafa leikmenn Reading og Sunderland fengið fjögur rauð spjöld, en þrjár af brottvísunum Reading manna voru beint rautt spjald - þar af eitt á Brynjar Björn Gunnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×