Innlent

Vík burt, ríkisstjórn!

"Vík burt, ríkisstjórn", endurómaði á Austurvelli í dag í fjölmennustu mótmælunum til þessa vegna kreppunnar. Á annað þúsund manns mættu í kröfugöngu og á útifund.

Mótmælin í dag hófust á Hlemmi en þaðan var gengið niður Laugaveg og á Austurvöll. Hörður Torfason, ein skipuleggjanda, hvatti menn til að mæta á hverjum laugardegi. Lögreglan áætlaði að um ellefu hundruð manns hefðu verið á útifundinum á Austurvelli. Greinilegt var að breiðari hópur þjóðfélagsþegna tók þátt í mótmælunum en áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×