Innlent

Á annað þúsund manns mótmæla á Austurvelli

Frá mótmælunum í síðustu viku.
Frá mótmælunum í síðustu viku.

Fjölmenni er nú komið saman á Austurvelli til að mótmæla ríkisstjórninni og Seðlabankanum vegna efnahagsástandsins. Að mati lögreglumanna á staðnum eru um ellefuhundruð manns samankomnir og fer allt friðsamlega fram. Þetta er þriðji laugardagurinn í röð sem mótmælt er, en á meðal mótmælenda í þetta skiptið eru Sturla Jónsson og félagar hans úr mótmælum vörubílstjóra frá því í vor.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×