Innlent

Geir staðfestir að breytingar verði á eftirlaunum ráðamanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Geir H. Haarde forsætisráðherra.

Frumvarp um breytingar á eftirlaunalögunum verður vonandi lagt fyrir Alþingi í næstu viku, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Geir segist ekki vilja nefna nein efnisatriði í frumvarpinu en vísaði í stjórnarsáttmálann varðandi það. Þar er gert ráð fyrir að eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra verði endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.

Geir sagði að breytingarnar á eftirlaunafrumvarpinu væru ekki eins einfaldar og margir hefðu gefið til kynna og að breytingarnar sem gerðar hafi verið árið 2003 væru ekki eins miklar og margir hefðu haldið fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×