Enski boltinn

Lampard tæpur fyrir landsleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard í leik gegn Bolton.
Frank Lampard í leik gegn Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Óvíst er hvort að Frank Lampard nái landsleik Englands og Sviss þann 6. febrúar næstkomandi eftir að hann reif vöðva í læri á æfingu í vikunni.

Avram Grant, stjóri Chelsea, sagði að Lampard yrði vegna þessa frá í tvær vikur til viðbótar en hann hefur verið frá síðan 26. desember.

Grant hefur áður sagt að hann vonaðist til að Lampard yrði klár í leik Chelsea og Everton í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar sem fer fram í kvöld.

Chelsea vann fyrri viðureign liðanna á heimavelli sínum, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×