Enski boltinn

Guthrie sleppur við frekari refsingu

Danny Guthrie
Danny Guthrie NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Danny Guthrie hjá Newcastle mun ekki fá aukarefsingu frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa fótbrogið Craig Fagan hjá Hull með harkalegri tæklingu um síðustu helgi.

Guthrie fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklinguna og fer því í þriggja leikja bann, en það þótti Hull-mönnum ekki næg refsing og höfðu þeir kallað á að Guthrie yrði dæmdur í enn lengra bann.

Aganefndin sá hinsvegar ekki ástæðu til að taka atvikið fyrir sem sérstakt mál líkt og m.a. var gert í máli Ben Thatcher árið 2006 þegar hann stórslasaði Pedro Mendes með árás á knattspyrnuvellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×