Enski boltinn

Venables tekur ekki við Newcastle

AFP

Sky fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að Terry Venables hafi afþakkað boð um að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle tímabundið.

Enskir miðlar hafa orðað fyrrum landsliðsþjálfarann við stöðuna undanfarna daga, en samkvæmt Sky skiluðu viðræður hans við stjórn Newcastle ekki tilætluðum árangri.

Newcastle er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og var slegið út úr enska deildarbikarnum í gærkvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×