Enski boltinn

Pennant ekki búinn að gefast upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pennant í leiknum gegn Crewe.
Pennant í leiknum gegn Crewe.

Jermaine Pennant ætlar sér að nýta tækifærið sem hann fékk hjá Rafa Benitez, stjóra Liverpool, í deildarbikarnum gegn Crewe í vikunni.

Pennant neitaði að fara frá Liverpool í sumar og Benitez hefur ekkert notað hann í deildinni í haust. En hann þótti standa sig vel í leiknum gegn Crewe.

„Frá mínum sjónarhóli fannst mér fyrst og fremst gott að fá að spila í 90 mínútur," sagði Pennant. „Það skiptir mig engu máli hvort það er í deildarbikarnum eða einhverri annarri keppni. Það er gott að fá að spila og ég naut hverrar mínútu."

„Þegar maður er hjá félagi eins og Liverpool er ljóst að maður þarf að berjast fyrir sínu sæti. En ég er ekki búinn að gefast upp."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×