Innlent

Vilja slá „skjaldborg“ um Alþingishúsið

Tölvupóstur gengur nú þar sem fólk er hvatt til þess að mæta í hádeginu í dag á Austurvöll og slá „skjaldborg" um Alþingishúsið. Ekki kemur fram hverjir standi að gjörningnum en tekið er fram að um friðsamleg mótmæli sé að ræða. Þá er þess krafist að ríkistjórnin víki „nú þegar" eins og það er orðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×