Enski boltinn

Jói Kalli og félagar í heimsókn á Stamford Bridge

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl í leik með Burnley.
Jóhannes Karl í leik með Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar hans í enska B-deildarliðinu Burnley mæta Chelsea í Lundúnum í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Dregið var í 16-liða úrslitin í dag en fjögur stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni forðuðust hvert annað að þessu sinni.

Þrír úrvalsdeildarslagir eru á dagskrá en drátturinn er eftirfarandi:

Sunderland - Blackburn

Arsenal - Wigan

Chelsea - Burnley

Swansea - Watford

Manchester United - QPR

Stoke - Rotherham

Brighton eða Derby - Leeds

Tottenham - Liverpool






Fleiri fréttir

Sjá meira


×