Boltavaktin á öllum leikjum lokaumferðarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2008 14:32 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins verður með beina lýsingu frá öllum leikjum í lokaumferð Landsbankadeildar karla en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. Hægt er að fylgjast samtímis með þróun mála á Miðstöð Boltavaktarinnar, visir.is/boltavakt. Einnig má lesa nánar um gang hvers leiks fyrir sig með því að smella á viðkomandi leiki. Mikil spenna mun ríkja í þremur þessara leikja en hinir þrír hafa litla þýðingu þar sem botnbaráttan er þegar ráðin. HK og ÍA eru fallin í 1. deildina. Það á hins vegar enn eftir að ráðast hvort Keflavík eða FH verði Íslandsmeistari og þá munu þrjú lið, Valur, Fram og KR, berjast um þriðja sæti deildarinnar og þar með þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni. Keflavík mætir Fram á heimavelli og gulltryggir sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Jafntefli eða jafnvel tap gæti dugað Keflvíkingum en þá aðeins ef úrslit úr leik Fylkis og FH verða liðinu hagstæð. Keflavík er sem stendur með tveggja stiga forystu á FH á toppi deildarinnar og örlítið betra markahlutfall. Ef Keflavík gerir jafntefli þarf FH að vinna Fylki með tveggja marka mun til að vinna titilinn á markamun. Ef Keflavík tapar dugir FH-ingum sigur og þá eru Hafnfirðingar orðnir meistarar í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum. Baráttan um þriðja sætið er eilítil flókin en hún er útskýrð í greininni hér að neðan. Valur og KR mætast innbyrðis í dag og því hart barist á Vodafone-vellinum í dag. Þá verður Kópavogsslagur er HK tekur á móti Breiðabliki, ÍA mætir Fjölni á Skipaskaga og Þróttarar taka á móti Grindvíkingum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram þarf stig í Keflavík til að tryggja sér Evrópusæti Ef Fram ætlar sér að halda þriðja sætinu í Landsbankadeildinni eftir lokaumferðina á morgun kemur ekkert annað til greina heldur en að ná í stig í Keflavík. 26. september 2008 09:32 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins verður með beina lýsingu frá öllum leikjum í lokaumferð Landsbankadeildar karla en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. Hægt er að fylgjast samtímis með þróun mála á Miðstöð Boltavaktarinnar, visir.is/boltavakt. Einnig má lesa nánar um gang hvers leiks fyrir sig með því að smella á viðkomandi leiki. Mikil spenna mun ríkja í þremur þessara leikja en hinir þrír hafa litla þýðingu þar sem botnbaráttan er þegar ráðin. HK og ÍA eru fallin í 1. deildina. Það á hins vegar enn eftir að ráðast hvort Keflavík eða FH verði Íslandsmeistari og þá munu þrjú lið, Valur, Fram og KR, berjast um þriðja sæti deildarinnar og þar með þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni. Keflavík mætir Fram á heimavelli og gulltryggir sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Jafntefli eða jafnvel tap gæti dugað Keflvíkingum en þá aðeins ef úrslit úr leik Fylkis og FH verða liðinu hagstæð. Keflavík er sem stendur með tveggja stiga forystu á FH á toppi deildarinnar og örlítið betra markahlutfall. Ef Keflavík gerir jafntefli þarf FH að vinna Fylki með tveggja marka mun til að vinna titilinn á markamun. Ef Keflavík tapar dugir FH-ingum sigur og þá eru Hafnfirðingar orðnir meistarar í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum. Baráttan um þriðja sætið er eilítil flókin en hún er útskýrð í greininni hér að neðan. Valur og KR mætast innbyrðis í dag og því hart barist á Vodafone-vellinum í dag. Þá verður Kópavogsslagur er HK tekur á móti Breiðabliki, ÍA mætir Fjölni á Skipaskaga og Þróttarar taka á móti Grindvíkingum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram þarf stig í Keflavík til að tryggja sér Evrópusæti Ef Fram ætlar sér að halda þriðja sætinu í Landsbankadeildinni eftir lokaumferðina á morgun kemur ekkert annað til greina heldur en að ná í stig í Keflavík. 26. september 2008 09:32 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Fram þarf stig í Keflavík til að tryggja sér Evrópusæti Ef Fram ætlar sér að halda þriðja sætinu í Landsbankadeildinni eftir lokaumferðina á morgun kemur ekkert annað til greina heldur en að ná í stig í Keflavík. 26. september 2008 09:32