Íslenski boltinn

Fram þarf stig í Keflavík til að tryggja sér Evrópusæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fram og KR eru að bítast um þriðja sætið í deildinni, ásamt Val.
Fram og KR eru að bítast um þriðja sætið í deildinni, ásamt Val. Mynd/Valli

Ef Fram ætlar sér að halda þriðja sætinu í Landsbankadeildinni eftir lokaumferðina á morgun kemur ekkert annað til greina heldur en að ná í stig í Keflavík.

Keflavík þarf allra helst á sigri að halda gegn Fram til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. En þar sem Valur og KR mætast innbyrðis í lokaumferðinni er ljóst að tap þýðir að Fram mun ekki halda þriðja sætinu og þar með tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári.

Sem stendur er Fram í þriðja sæti með 37 stig. KR kemur næst með 36 og svo Valur með 35. KR er með betra markahlutfall en Fram. Það þýðir að ef KR og Valur gera jafntefli og Fram tapar fyrir Keflavík verður KR í þriðja sæti deildarinnar.

Ef Fram tapar og leik Vals og KR lýkur ekki með jafntefli mun Fram færast einnig niður í fjórða sæti deildarinnar.

Það gæti einnig verið að jafntefli myndi ekki duga Fram. Ef slík væri raunin myndi KR færast upp fyrir Fram með sigri á Val. Tveggja marka sigur á KR myndi sömuleiðis duga Völsurum.

Það er því útlit fyrir þungan róður hjá Fram í Keflavík á morgun. Framarar geta þó huggað sig við það að liðið getur aldrei lent neðar en í fjórða sæti.

Fjórða sætið gæti dugað þeim í UEFA-bikarkeppnina ef KR lendir í þriðja sæti og verður einnig bikarmeistari um þarnæstu helgi.






Tengdar fréttir

Spilla Fylkismenn titilvonum FH eins og 1989?

Fyrir lokaumferðina í Íslandsmótinu sumarið 1989 var FH á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á KA. FH-ingar þurftu aðeins að vinna sigur á Fylki í lokaumferðinni til að verða Íslandsmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×