Enski boltinn

Öll mörk helgarinnar komin á Vísi

Leikmenn Everton fagna marki Jolean Lescott í gær.
Leikmenn Everton fagna marki Jolean Lescott í gær. Nordic Photos / Getty Images

Vísir býður lesendum sínum að horfa á samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í enska boltanum með því að smella hér.

Myndböndin koma inn fljótlega eftir að leikjunum lýkur á VefTV á íþróttavef Vísis.

Manchester United og Arsenal unnu bæði sína leiki um helgina og eru jöfn á toppnum með 54 stig. Chelsea er með 50 stig en liðið vann nauman sigur á Birmingham á laugardaginn.

Sigur Everton á Wigan í gær skilaði liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar en Manchester City er í fimmta sæti og Liverpool í því sjötta.

Liverpool getur þó komist upp að hlið Everton með sigri á Aston Villa í lokaleik 23. umferðarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×